Haukar sterkari á lokasprettinum á Hlíðarenda

Haukar unnu í kvöld annan leik sinn á tímabilinu af tveimur gegn Valskonum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var tæpur og flakkaði stigaskorið fram og til baka eins og rúðuþurrkur. Á endanum voru það Haukakonum sem tóku leikinn 67-61.

Leikurinn byrjaði mjög jafnt og voru Haukarnir næstum alltaf skrefi á undan. Þar til að loksins komust Valskonur yfir í nokkrar mínútur en ekki entist það lengi og Haukar náðu forskotinu aftur og héldu því fram að leikslokum.

Keira Robinson var stigahæst Hauka með 18 stig, en það var Rósa Björk Pétursdóttir sem kom skemmtilega á óvart með 14 stig sjálf.

Lindsay, nýr erlendur leikmaður Vals, var með 21 stig fyrir Val. Valur á næst Grindavík fyrir sunnan þann 8. október en degi fyrr eigast við Haukar og Njarðvík á Ásvöllum.

Tölfræði leiks

Myndasafn