spot_img
HomeFréttirLeiðir skilja í Grafarvogi

Leiðir skilja í Grafarvogi

Hallgrímur Brynjólfsson mun ekki halda áfram sem þjálfari Fjölnis í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Hallgrímur tók við Fjölni af Kristjönu Eir Jónsdóttur fyrir yfirstandandi tímabil, en undir hans stjórn endaði félagið í 8. sæti deildarinnar. Samkvæmt tilkynningu óskaði Hallgrímur sjálfur eftir því að losna undan samning við félagið og varð Fjölnir við þeirri ósk. Þá óskar félagið honum velfarnaðar í framtíðarstörfum.

Fréttir
- Auglýsing -