Haukar lögðu Blika örugglega í Smáranum

Haukar lögðu Breiðablik nokkuð örugglega í kvöld í fjórðu umferð Subway deildar kvenna, 63-98.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leiknum var Keira Robinson með 20 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar. Henni næst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 26 stig og 3 fráköst.

Fyrir Blika var það Brooklyn Pannell sem dró vagninn með 26 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum og Sóllilja Bjarnadóttir bætti við 8 stigum og 5 fráköstum.

Haukar hafa það sem af er móti unnið 3 leiki og tapað einum á meðan að Breiðablik hefur tapað öllum sínum leikjum.

Tölfræði leiks