Stjarnan marði Snæfell í Hólminum

Stjarnan hafði betur gegn Snæfell í Stykkishólmi í kvöld í fjórðu umferð Subway deildar kvenna, 68-74.

Atkvæðamest fyrir Stjörnuna í leiknum var Denia Davis-Stewart með 20 stig, 13 fráköst og Kolbrún María Ármannsdóttir bætti við 21 stigi og 8 fráköstum.

Fyrir Snæfell var Jasmina Jones atkvæðamest með 19 stig, 9 fráköst og henni næst var Shawnta Grenetta Shaw með 22 stig og 8 fráköst.

Það sem af er hefur Stjarnan unnið tvo leiki og tapað tveimur á meðan að Snæfell hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum.

Tölfræði leiks