spot_img
HomeFréttirHaukar auglýsa stöðu yfirþjálfara yngri flokka

Haukar auglýsa stöðu yfirþjálfara yngri flokka

Körfuknattleiksdeild Hauka leitar að yfirþjálfara yngri flokka sem þjálfa mun 3 til 4 yngri flokka félagsins, þjálfa í afreksskóla Hauka ásamt að kenna og þjálfa við Íþróttaakademíu Hauka og Flensborgarskólans. Yfirþjálfari hefur einnig yfirumsjón með gæðum þjálfunar yngri flokka og fylgir og viðheldur þjálfunarhandbók Hauka og metur frammistöðu allra iðkennda í samstarfi við viðkomandi þjálfara. Um er að ræða fullt starf.
 
Haukar leggja mikinn metnað í öflugt starf yngri flokka félagsins. Félagið mun áfram á næsta keppnistímabili senda flokka til keppni í öllum aldursflokkum drengja og stúlkna en Haukar eiga í dag lið í A-riðli í öllum flokkum drengja og stúlkna og áttu um síðustu áramót 17 leikmenn í landsliðshópum yngri landsliða. Starf yfirþjálfara er mikilvægasti hlekkurinn í þessari öflugu starfsemi.
 
Haukar leita eftir þjálfara með íþróttafræðimenntun eða mikla reynslu af þjálfun. Umsóknir óskast sendar í tölvupósti til Marinellu Haraldsdóttur mrh hjá uts.is formanns barna- og unglingaráðs fyrir kl 16:00 föstudaginn 12 apríl n.k. Ívar Ásgrímsson yfirþjálfari yngri flokka gefur nánari upplýsingar um starfið í síma 861 2928 eða á ivar hjá haukar.is
 
  
Fréttir
- Auglýsing -