spot_img
HomeFréttirHannes: Virðum ákvörðun Margrétar

Hannes: Virðum ákvörðun Margrétar

„Þetta kom mér og okkur hér hjá KKÍ mjög á óvart en Margrét hringdi í mig í morgun og tilkynnti mér þessa ákvörðun sína,“ sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ þegar Karfan.is leitaðist eftir viðbrögðum hans við tíðindunum af kvennalandsliðinu.

Hannes segir að ákvörðun Margrétar hafi komið sér á óvart. „Ég sagði henni einnig að hún hefði 100% stuðning frá mér og okkur innan KKÍ og við myndum vilja hafa hana áfram en jafnframt að ég og við myndum virða hennar ákvörðun sem hún sagði að væri endanleg. Þrátt fyrir að Margét sé hætt í bili með A-lið kvenna þá erum við  nú samt það heppinn að hún er enn að starfa að afreksmálunum hér hjá KKÍ,  meðal annars sem yfirþjálfari úrvalsbúðanna okkar,“ sagði Hannes en hefur sambandið hafið leit að eftirmanni Margrétar?

„Við höfum ekkert náð að hugsa eða ræða nýjan aðila inn í þjálfarateymið því það er svo sutt síðan Margrét tilkynnti okkur þessa ákvörðun.“

Fréttir
- Auglýsing -