Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem “Fjallið” eða The Mountain í þáttaröðinni Game of Thrones hefur engu gleymt þegar kemur að körfubolta. Hafþór lék með KR þegar hann var yngri og þótti mjög efnilegur og lék m.a. með unglingalandsliði Íslands á sínum tíma.
Hafþór skellti inn myndbandi á Instagram síðu sína þar sem hann sést negla niður 3 skotum í röð á körfuboltakörfu. Erfitt er að sjá hvort karfan er svona lág eða hvort allir hluti í nánd við heljarmennið Thor sýnist dvergvaxnir. Sjáið bara boltann. Hann nánast hverfur í höndunum á honum eins og tennisbolti.