Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ er með kvennalandsliðinu í för í Ungverjalandi en liðið var við æfingar í keppnishöllinni í dag þar sem Karfan TV ræddi við Guðbjörgu. Landsliðsumhverfið er breytt frá því Guðbjörg var leikmaður því nú leika kvennalandsliðin í svokölluðum gluggum inni í miðjum deildarkeppnum þjóðlandanna en það er umtalsverð breyting frá því sem áður var.
Ísland og Ungverjaland mætast á morgun í Miskolc kl. 20:15 að staðartíma eða kl. 19:15 að islenskum tíma en leikurinn er fyrsta viðureign liðanna í forkeppni EuroBasket 2017.