spot_img
HomeFréttirGötuboltamótið í fullum gangi

Götuboltamótið í fullum gangi

{mosimage}

Þessa stundina fer fram götuboltamót á Miklatúni í Reykjavík og er fjöldi manns að fylgjast með og taka þátt. Hart var barist í morgun en fyrstu leikirnir hófust laust fyrir klukkan 11 og verður leikið fram eftir degi eða svo lengi sem veður leyfir.

 

Karfan.is kom við í morgun og smellti af nokkrum myndum. Von er á myndasafni hér inn á síðuna seinna í dag eða kvöld. Nokkur kunnugleg andlit létu sjá sig og þar á meðal keppenda var KR-ingurinn Níels Dungal, Fjölnismaðurinn Hjalti Vilhjálmsson og rapparinn og Stjörnuleikmaðurinn Kjartan Kjartansson svo einhverjir séu nefndir.

 

Mótshaldararnir Sverrir Bergmann og Ívar Örn Sverrisson voru í óðaönn í morgun við að halda utan um keppnina, skrá niður úrslit og sjá til þess að allt gengi vel fyrir sig.

 

Nánar um mótið síðar…

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -