Á laugardag verður 3 á 3 götukörfuboltamót haldið við Árskóla á Sauðárkróki. Mótið er hluti af Lummudögum sem fara fram í Skagafirði um næstu helgi.
Keppt verður í tveim aldursflokkum: 12-16 ára og 17 ára og eldri.
Leikið er upp í 11 stig eða í 10 mínútur.
Þátttökugjald er 1500 kr. og rennur ágóði mótsins til Ingva Guðmundssonar.
Skráning er á [email protected] fyrir kl. 19 á föstudag.
Mynd: Það eru margar hetjurnar sem láta sjá sig í götuboltanum þessa dagana.