Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice unnu í kvöld góðan 68-56 heimasigur gegn CB Taranto í meistaradeild Evrópu. Með sigrinum komust Good Angels upp í 2. sæti C-riðils í keppninni.
Helena gerði 8 stig í leiknum á 19 mínútum, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar en stigahæst í liði Good Angels var Erin Lawless með 15 stig. Næsti leikur Good Angels í meistaradeild Evrópu er gegn Sparta&K Moscow Region þann 18. janúar næstkomandi Sparta&K Moscow Region eiga leik til góða gegn Good Angels og fylgja þeim fast á hæla í 3. sæti riðilsins.