Helena Sverrisdóttir varð um helgina bikarmeistari með Good Angels í Slóvakíu eftir öruggan sigur á ZBK Whirlpool Poprad í úrslitaleiknum. Lokatölurnar voru 79-36 Good Angels í vil sem eru með langbesta lið Slóvakíu um þessar mundir.
Natalia Vieru var stigahæst í úrslitaleiknum hjá Good Angels með 11 stig en Helena og bætti við 10 stigum. Fyrirkomulagið í Slóvakíu er nokkuð frábrugðið því sem við þekkjum hérlendis en um þriggja daga mót var að ræða þar sem Good Angels léku þrjá leiki á jafn mörgum dögum og unnu allar sínar viðureignir með miklum mun og fögnuðu að lokum bikarmeistaratitlinum.
Rætt er stuttlega við Helenu í Fréttablaðinu og á Vísir.is í dag um bikartitilinn og má nálgast viðtalið hér.