Í kvöld lýkur undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar þegar Frakkland og Serbía mætast í seinni undanúrslitaleiknum. Í gærkvöldi örkuðu Bandaríkjamenn inn í úrslit með 96-68 sigri á Litháen.
Viðureign Frakka og Serba hefst kl. 22:00 að staðartíma í Madríd eða kl. 20:00 að íslenskum tíma.
Á leið sinni í undanúrslit höfðu Serbar stóran og öruggan 84-56 sigur á Brasilíu en Frakkar komu nokkuð á óvart með sterkum 65-52 sigri á heimamönnum frá Spáni. Viðureign Frakka og Serba ætti að verða í versta falli mögnuð í kvöld!
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV íþróttum og hefst útsending kl. 19:50.
Mynd/ FIBA: Frökkum leiddist það ekki að hafa lagt Spánverja í 8-liða úrslitum.