spot_img
HomeFréttirFrábær seinni hálfleikur í Grafarvoginum(Umfjöllun)

Frábær seinni hálfleikur í Grafarvoginum(Umfjöllun)

22:49

{mosimage}
(Kjartan Kjartansson var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld)

Fjönir vann nýliða Stjörnunnar í kvöld 85-75 í Iceland Express-deild karla. Með sigri náði Fjölnir sínum fyrstu stigum í deildinni í vetur en Stjörnumenn þurfa að bíða aðeins lengur eftir sínum fyrsta sigri á útivelli. Stjarnan tefldi fram nýjum erlendum leikmanni í kvöld honum Muhamed Taci.

Leikurinn var fjörugur í upphafi þar sem vörnin var í aðalhlutverki hjá báðum liðum en fimm ruðningar voru dæmdir í leikhlutanum. Mikill hraði var í leiknum en Fjölnir var þó ávallt skrefinu á undan í upphafi en Stjarnan seig framúr í endann á honum og hafði þriggja-stiga forskot eftir hann 20-23.

Annar leikhluti var eins og sá fyrsti mjög jafn en það var Stjarnan sem jók muninn þegar leið á og hafði sjö stiga forystu í hálfleik 39-46. Liðið lék sem best þegar erlendu leikmenn Stjörnunnar voru utan vallar.

{mosimage}
(Tryggvi Pálsson að kljást við Steven Thomas)

Stigahæstur hjá Fjölni í hálfleik var Nemanja Sovic með 13 stig og hjá Stjörnunni var nýji erlendi leikmaður liðsins Muhamed Taci með 10 stig.

Fjölnir lagði grunninn að sigri í upphafi seinni hálfleiks en þeir skoruðu fyrstu átta stig leikhlutans og komust yfir 47-46. Stjarnan svaraði með körfu strax en þá kom góður kafli hjá Grafarvogsliðinu og komust aftur yfir og juku muninn og fóru með 14 stiga forystu í 4. leikhluta.

Í lokaleikhlutanum náðu Stjörnumenn að minnka muninn í sex stig en nær komust þeir ekki og Fjölnir vann 85-75. Góður varnarleikur var lykillinn að sigri liðsins í kvöld en bestur hjá þeim var landsliðsmaðurinn Kristinn Jónasson en hann skoraði 17 stig og var lykilmaður í vörn og sókn. Nemanja Sovic var stigahæstur með 20 stig. Níels Dungal átti góðan dag.

{mosimage}

Hjá Stjörnunni var Kjartan Kjartansson bestur en hann var stigahæstur með 15 stig og Eiríkur Sigurðsson skoraði 13 stig.. Sævar Haraldsson átti fína spretti í leiknum og er allur að koma til. Steven Thomas átti án efa sinn slakasta leik á Fróni en hann var aðeins skugginn af sjálfum sér og nýliðarnir mega ekki við því að hann spila eins og hann gerði í kvöld. Muhamed Taci er ágætis leikmaður en þarf meira tíma til að aðlagast liðinu.

mynd: Snorri Örn Arnaldsson – www.flickr.com/snorriorn

frétt: Stefán Már

Fréttir
- Auglýsing -