spot_img
HomeFréttirFjórar úrvalsdeildarviðureignir í 32 liða úrslitum

Fjórar úrvalsdeildarviðureignir í 32 liða úrslitum

 

Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta ÍR í 32 liða úrslitum karla í Poweradebikarkeppninni en dregið var í dag. Ekki var dregið í kvennaflokki þar sem sú keppni hefst ekki fyrr en komið er að 16 liða úrslitum. Fyrst var dregið í forkeppni en þar voru fjögur lið sem koma svo með tvö lið inn í 32 liða úrslitin að lokinni forkeppni.

Við fáum fjóra úrvalsdeildarslagi strax í 32 liða úrslitum og ljóst að minnsta kosti fjögur úrvalsdeildarlið munu ekki taka þátt í 16 liða úrslitum. Sjá dráttinn hér að neðan: 

Forkeppni · 2 leikir

KR-b – Keflavík-b

ÍG – Sindri

32-liða úrslitin

KFÍ – Valur

ÍB – Ármann

Njarðvík-b – Leiknir R.

Þór Ak. – KR

Snæfell – Haukar

KR-b eða Keflavík-b – Reynir S.

Skallagrímur – Fjölnir

Stjarnan-b – Haukar-b 

Hamar – ÍA

Höttur – ÍR-b

Stjarnan – ÍR

KV – Keflavík

Njarðvík – Tindastóll

Grundarfjörður – Breiðablik

ÍG eða Sindri – Þór Þ.

Grindavík – FSu
 

Mynd/ [email protected] – Það voru varaformaðurinn Guðbjörg Norðfjörð og formaðurinn Hannes S. Jónsson sem sáu um bikardráttinn úr skálinni fornfrægu í dag. 

Fréttir
- Auglýsing -