Fjölnismótið verður haldið 11.-12. nóvember – Skráningafrestur rennur út 2. nóvember

Skráning er í fullum gangi á Fjölnismótið sem haldið verður helgina 11. – 12. nóvember.

  • Keppt er bæði laugardag og sunnudag.
  • Hvert lið leikur 5-6 leiki.
  • Skráningarfrestur er til 2. nóvember , skráning á [email protected] 
  • MB10 ára mun spila í Rimaskóla, spilað verður með sama fyrirkomulagi og á Íslandsmótum, talin verða stig og skráð niður úrslit leikja. Spilað verður í riðlum og síðan til úrslita, liðið sem sigrar mótið fær Fjölnisbikarinn afhentan.
  • 6-9 ára spila 1×10 mín og ekki eru talin stig í þeim leikjum. Boðið verður upp á að getuskipta í þrjá flokka fyrir 8-9 ára. Hægt verður að skrá byrjendur, lengra komna og svo blandað lið. Ef ekkert tekið fram við skráningu fer lið sjálfkrafa í blandaða flokkinn.
  • Innifalið í mótsgjaldinu er bíóferð hjá Sambíóunum Egilshöll, frítt í Skautahöllina í Egilshöll milli 13-16 báða dagana, skemmtun á laugardeginum ásamt því sem það er frítt í sundlaug Grafarvogs á meðan á mótinu stendur. Allir krakkar fá síðan verðlaunapening og glaðning fyrir þátttöku á mótinu. 
  • Undanfarin ár hefur verið kvöldvaka en sú skemmtun verður með nýju sniði í ár. Eftir síðustu leiki á laugardeginum verður skemmtun fyrir alla keppendur í Dalhúsum þar sem ýmis skemmtiatriði verða í boði, meðal annars troðslusýning í boði leikmanna meistaraflokks karla, Wally trúður, Klói mætir á svæðið ásamt Tígra lukkudýri Fjölnis og fleira skemmtilegt. 
  • Sporthero verður á staðnum að taka myndir af krökkunum og liðsmyndir.
  • Nemendur frá  Kvikmyndaskóla Íslands verða á staðnum og ætla að gera sérstakan þátt um mótið.
  • Gisting er í boði fyrir lið utan að landi, Gistingin kostar aukalega við mótsgjaldið.
  • Mótsgjaldið er 6.990 kr á hvern iðkanda.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að senda beint á [email protected] eða hafa samband við yfirþjálfara Fjölnis [email protected]