Finnur Freyr um endurkomu Kára í Valsliðið “Hann á eitthvað í land”

Stjarnan lagði Val í Origo höllinni í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 77-86. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum, hvort um sig með þrjá sigra og tvö töp það sem af er deildarkeppni.

Hérna er meira um leikinn

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var rólegur að vanda þrátt fyrir ósigur:

Mér fannst þið vera á leið með að taka þetta þarna í öðrum leikhluta…fannst eins og þið væruð að ná tökum á þessum leik…en það var kannski mjög barnalegt því það voru mörg áhlaup í þessum leik fram og til baka…

Já, þeir byrjuðu vel en við náðum að svara vel. Mér fannst varnarleikur Stjörnunnar í seinni hálfleik vera framúrskarandi, við náðum ekki að komast inn í okkar hluti. Þegar við fengum svo góð look til að setjann þá vildi hann ekki niður. Stjarnan gerði bara mjög vel og voru töluvert betri en við hérna síðustu 20 mínúturnar í leiknum.

Jájá, þeir byrjuðu að krafti í seinni og náðu svolitlum tökum á þessu…

Jájá, settu tóninn og við náðum ekki að fylgja því, það er áhyggjuefni en það er ágætt að sjá hluti sem þurfa að vera betri, þeir expose-uðu okkur hvað varðar varnarfráköst og hvað varðar ákefð og refsuðu okkur grimmilega.

Mér fannst vörnin hjá þínum mönnum vera svolítið í takt við stemmninguna í húsinu einhvern veginn…það var ekki mikil ákefð…

Það er svolítið tricky að spila gegn Ægi, hann er fljótur að refsa þér ef þú ferð of nálægt honum, mér fannst við gera mjög vel gegn Antti á löngum köflum í leiknum, mér fannst við gera margt mjög vel en það var kannski helst fráköstin sem voru að drepa okkur. Svo undir lokin þegar þeir voru komnir yfir fóru skot að detta niður hjá mönnum sem við vorum kannski að falla frá, hrós á þá fyrir að klára það. Varnarleikurinn hefði getað verið betri en mér fannst sóknarleikurinn líka svolítið bregðast okkur.

Já einmitt, og nú er Kári augljóslega ekki alveg heill, hvernig er staðan á honum.

Hann er bara í sínu ferli, hann á eitthvað í land en það er planið núna að auka ákefðina á hann, hann er ekki klár að spila þessar 30 mínútur eins og hann er vanur að gera en hægt og rólega kemur hann inn í þetta.

Hjálmar spilaði svo ekkert í kvöld…

Hjálmar meiddist í síðasta leik…auðvitað söknum við einhvers en mér fannst við vera með nóg til að geta unnið þennan leik…engar afsakanir.

Jájá, meiðsli hluti af þessu og allt það en alltaf fúlt fyrir alla aðila að liðin skyldu ekki vera fullmönnuð…

Jájá, Dagur Kár er ekki búinn að spila neitt og fyrsti leikurinn hjá Frakkanum hjá Stjörnunni þannig að….en við vorum nógu vel mannaðir til að geta unnið þennan leik en því miður vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.