spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaEndurkoma innsiglaði sigur Þórsara

Endurkoma innsiglaði sigur Þórsara

Álftnesingar heimsóttu Þór Þórlákshöfn þar í bæ í kvöld í æsispennandi og áhlaupafullum leik. Góðar frammistöður frá Jordan Semple og Nigel Pruitt skiluðu sigrinum heim í leik sem fór 84-79 fyrir Þór Þ.

Gangur leiks

Leikurinn byrjaði jafnt og snemma var boðið uppá stórskemmtun þar sem Cedrick Bowen, Douglas Wilson og Tómas Valur skelltu allir í svakatroðslur á innan við tveimur mínútum. Þór komst í 19-11 eftir þrist frá Davíð Arnari og neyddist Álftanes til að taka leikhlé. Ekki batnaði það mikið hjá Álftnesingum og fyrsta leikhluta lauk 27-15.

Álftanes byrjaði annan leikhluta 13-4 og önnur troðsla frá Cedrick sendi Þórsara í leikhlé. Álftnesingum tókst að jafna eftir tvö skref á Þórsarana, og komust þeir síðan yfir. Gamanið entist ekki lengi og þrír þristar í röð frá Þór fengu Kjartan Atla til að taka leikhlé fyrir sína menn. Endursetningar-lokasekúndu-sniðskot frá Jordan Semple setti stöðuna í 47-40 þegar að hálfleik var komið.

Góð byrjun frá Álftanesi fær Lárus til að taka leikhlé og það gekk svo vel að Álftnesingar tóku leikhlé sjálfir eftir að fá á sig sex stig í röð. Þórsarar komast á gott skrið og enda leikhlutann 7 stigum yfir.

Þristur frá Dino Stipcic og hraðaupphlaups sniðskot frá Bowen jöfnuðu leikinn fyrir Álftanes og annar Dino þristur kom þeim yfir. Davíð Arnar setti þrist, Tómas með putback troðslu og Nigel Pruitt sniðskot komu Þórsurum yfir í stöðuna 77-76. Þórsarar komust í 11-0 áhlaup og Álftnesingar tóku leikhlé. Daniel Love klikkaði á sniðskoti í stöðunni 81-79 sem var síðan svarað af Jordan Semple. Álftnesingar klikkuðu á næstu sókn sinni og brutu svo á Darwin Davis Jr. sem hitti úr fyrra skotinu en klikkaði á því seinna. Daniel Love klikkaði aftur á sniðskoti og þýddi það endalokin fyrir Svanina.

Troðsluveisla

Leikurinn bauð uppá mikla skemmtun fyrir aðdáendur kraftmikilla troðsla þar sem þær voru 7 samtals. 3 frá Douglas Wilson og 2 frá Tómasi Val og Cedrick Bowen.

Leikmenn leiksins

Jordan Semple var auðveldlega leikmaður leiksins með 25 stig og 14 fráköst, fjóra stolna og tvö blokk. Douglas Wilson átti líka góðan leik með 27 stig og 6 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -