spot_img
HomeFréttirFinnar lögðu Georgíumenn

Finnar lögðu Georgíumenn

18:47 

{mosimage}

(Virtanen til varnar gegn Loga í Laugardalshöll) 

 Finnar eru komnir í efsta sætið í C-riðli í B-deild Evrópukeppninnar eftir 91-81 sigur á Georgíumönnum í dag en leikurinn fór fram í Helsinki, höfuðborg Finnlands.  

Petri Virtanen var atkvæðamestur í sigurliði Finna með 27 stig en NBA leikmaðurinn Zaza Pachulia var stigahæstur hjá Georgíumönnum með 36 stig og 13 fráköst. Finnar eru því efstir og ósigraðir í riðlinum og mæta andstæðingum Íslands í kvöld, Lúxemburg, á laugardag.

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -