Fanney Lind Guðmundsdóttir er komin til liðs við Hamar í Iceland Express deild kvenna á nýjan leik. Fanney lék fyrir áramót í 2. deildinni í Frakklandi en verður lögleg með Hamri strax í næsta leik þegar botnliðið mætir Njarðvík á útivelli þann 18. janúar næstkomandi. Frá þessu var greint á hamarsport.is í dag.
Hamarskonur hafa því fengið tvo sterka leikmenn til baka sem hófu ekki tímabilið með félaginu en nýlega snéri Íris Ásgeirsdóttir aftur í raðir Hvergerðinga.