14:47:02
{mosimage}
(Eugene lætur vaða að körfunni)
Bandaríkjamaðurinn Eugene Christopher verður áfram með Hetti Egilsstöðum í vetur en liðið féll úr Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið sig upp í þá deild leiktíðina áður.
Eugene hefur jafnan verið driffjöður Hattarmanna en hann gerði 22,5 stig að meðaltali í leik og tók alls 133 fráköst í 22 deildarleikjum með Hetti í IE-deildinni. Eugene samdi við Hött til eins árs.
Mynd: Gunnar Gunnarsson