spot_img
HomeFréttirEnn og aftur framlengt hjá Bulls og Celtics - Houston og Orlando...

Enn og aftur framlengt hjá Bulls og Celtics – Houston og Orlando komin áfram


06:39:18
Houston Rockets lagði Portland Trail Blazers í nótt, 92-76, og Orlando Magic vann Philadelphia 76ers, 89-114. Liðin komust þar með upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA en bæði liðin unnu einvígi sín 4-2.

Stórfréttirnar gerðust hins vegar í Chicago þar sem heimamenn lögðu Boston Celtics, 128-127, í þríframlengdum leik og knúðu þannig fram oddaleik í Boston.
Einvígi þessara liða ætlar að fara í sögubækurnar en þetta er fjórði leikurinn í seríunni sem ræðst í framlenginu.

Ray Allen skoraði 51 stig og jafnaði met í úrslitakeppni með 9 þriggja stiga körfum. John Salmons var stigahæstur Bulls með 35 stig.

Tölfræði leikjanna


Mynd/AP: Joakim Noah er stemmnignsmaður. Hann tryggði Bulls sigur í nótt og fagnar að hætti hússins


ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -