Elvar Már frábær í fyrsta deildarleik PAOK

Elvar Már Friðriksson og PAOK máttu þola tap í dag gegn Promit­heas í grísku úrvalsdeildinni, 80-95.

Elvar Már átti ágætis dag í þessum fyrsta leik sínum fyrir liðið þrátt fyrir tapið, skilaði 20 stigum, 4 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á rúmum 26 mínútum spiluðum.

Næsti leikur PAOK í deildinni er þann 14. október gegn Marousi.

Tölfræði leiks