spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaEllert semur við Snæfell

Ellert semur við Snæfell

Snæfell hefur samið við Ellert Þór Hermundarson fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Ellert er 20 ára framherji og að upplagi úr Hólminum, en kemur til Snæfells frá Haukum þar sem hann hefur verið síðan árið 2020. Þá var hann einnig á mála hjá ÍA á síðasta tímabili, en þá skilaði hann 3 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á um 19 mínútum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -