spot_img
HomeFréttirElfarsbikarinn veittur í 20. sinn í Njarðvík

Elfarsbikarinn veittur í 20. sinn í Njarðvík

22:40
{mosimage}

(Jón Þór Elfarsson afhenti Óla Ragnari Elfarsbikarinn)

Óli Ragnar Alexandersson hlaut Elfarsbikarinn á uppskeruhátíð Körfuknattleiksdeildar UMFN fyrir skemmstu. Elfarsbikarinn var veittur í 20. sinn þetta árið en bikarinn er veittur þeim leikmanni félagsins sem þykir efnilegastur hverju sinni. Bikarinn er veittur í minningu Elfars Jónssonar sem lék upp alla yngri flokkana með félaginu og lést af slysförum langt um aldur fram. Fjölskylda Elvars heitins gaf glæsilegan farandsbikar sem Jón Þór Elfarsson afhenti Óla Ragnari Alexanderssyni.

Óli Ragnar er leikmaður 11.flokks karla, drengjaflokks og tók einnig sín fyrstu skref með meistaraflokk félagsins í ár. Óli Ragnar hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins og verið afar sigursæll og unnið 3 Íslandsmeistaratitla og 1 bikarmeistaratitil.

Nánar um uppskeruhátíð yngri flokka UMFN á: http://umfn.is/Korfubolti/frettir/2878/default.aspx

Fréttir
- Auglýsing -