spot_img
HomeFréttirEkki allir á eitt sáttir

Ekki allir á eitt sáttir

17:57 

{mosimage}

 

Staðan í spurningunni hér á karfan.is er nokkuð athyglisverð en að þessu sinni er spurt hvort fjölga eða fækka eigi liðum í Iceland Express deild karla. Alls hafa um 80 manns tekið þátt í könnuninni og eru svarmöguleikarnir að fækka beri liðum í deildinni, fjölga þeim eða að deildin sé góð eins og hún er.

 

Um 30 manns segja að núverandi fyrirkomulag á Iceland Express deildinni sé gott eins og það er, þ.e. 12 liða deild þar sem tvö lið falla og átta lið taka þátt í úrslitakeppni. Alls eru 26 sem sagt hafa að fækka beri liðum í deildinni og 23 segja að fjölga eigi liðum í deildinni svo augljóst er að ekki eru allir á eitt sáttir um hvað skuli taka til bragðs.

 

Ósjaldan hefur heyrst að fækka beri liðum í deildinni því í fyrra voru t.d. viðureignir á milli Hattar á Egilsstöðum og Keflavíkur fyrirfram ráðnar þar sem um mikinn styrkleikamun á liðum væri að ræða. Aðrir segja að ef liðum í deildinni fækki þá þurfi að spila þrefalda umferð eða finna nýtt fyrirkomulag og telja að leiktíðin muni styttast og deildin verða einsleitnari. Svo eru enn aðrir sem vilja fjölga liðum í deildinni svo félögin fái fleiri leiki og lið sem eru þá nærri botninum í sterkustu deild landsins fái að leika gegn toppliðunum og ná sér í góða reynslu til að byggja á.

 

Hvað verður um fyrirkomulag íslensku úrvalsdeilarinnar er í höndum körfuknattleiksforystunnar á Íslandi, félaganna í landinu en sé tekið mið af könnuninni hér á karfan.is þá er ósennilegt að félögin í landinu séu á eitt sátt um hvað skuli til bragðs taka.

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -