Breytingar hafa orðið á stjórn Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, Eggert Baldvinsson kemur inn í stjórn og tekur við formannssætinu af Guðna Hafsteinssyni sem óskaði eftir því að víkja frá sem formaður sökum anna en hann hefur stýrt skútunni undanfarin ár af miklum myndarleik. Frá þessu er greint á Breidablik.is
Á heimasíðu Blika segir einnig:
Eggert er öllum hnútum kunnugur innan körfuknattleiksdeildarinnar en hann var til langs tíma formaður deildarinnar og var meðal annars maðurinn á bakvið það að Breiðablik var fyrsta félagið sem stóð fyrir beinum netútsendingum frá leikjum liðsins.
Við bjóðum Eggert velkominn til starfa og þökkum Guðna fyrir frábær störf sem formaður en við munum áfram njóta krafta hans sem stjórnarmanns.