spot_img
HomeFréttirDregið í 8-liða úrslit Poweradebikarsins

Dregið í 8-liða úrslit Poweradebikarsins

Dregið var í 8 – liða úrslit Poweradebikarsins í dag og er ljóst að það verða 1. deildar lið sem koma til með að spila í undanúrslitum þetta árið bæði í karla og kvennaflokki en Stjarnan dróst gegn Grindavík í kvenna flokki og KFÍ fær heimaleik gegn Hamar.
 
Að öðrum leikjum þá verður sannkölluð innansveitar króníka á Suðurnesjunum en Njarðvík og Keflavík mætast í íþróttahúsinu í Njarðvík í kvennaflokki.
 
8 – liða kvenna

Njarðvík – Keflavík
Fjölnir – Snæfell
Haukar – Hamar
Stjarnan – Grindavík
 
8 – liða karlar

KFÍ – Hamar 1. Deild
Fjölnir – Keflavík
Tindastóll – Njarðvík
KR – Snæfell
 
Leikið verður dagana 21. – 23. janúar
 
Mynd/ Dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag en þeir Hannes Jónsson formaður KKÍ og Haukur markaðsstjóri Vífilfells sáu um dráttinn.
Fréttir
- Auglýsing -