spot_img
HomeFréttirDagskrá lokahófs KKÍ

Dagskrá lokahófs KKÍ

20:54

{mosimage}

Miðasala fyrir lokahófið á laugardaginn er í fullu gangi og síðar í dag verða vinningshafar í lukkuleik KKÍ tilkynntir en þeir fá miða fyrir 2 á lokahófið.

KKÍ skorar á þá sem ætla að mæta á hófið að fara í að ganga frá pöntunum sínum svo undirbúningur geti gengið snuðrulaust fyrir sig hjá veitingamönnum Broadway og undirbúningsnefnd.

Hægt er að kaupa miða á netinu hérna með því að fylla út formið á síðunni. Fyrir þá sem vilja er einnig hægt að kaupa miða á Broadway.

Hægt verður að kaupa miða á ballið eftir mat og verðlaunaafhendingu en þá er miðaverð 2.000 kr. Hægt er að kaupa miða hérna.

Gisting · Sérkjör fyrir gesti á lokahófinu
Broadway býður upp á sérstakt verð fyrir gesti á lokahófi KKÍ sem vilja gista á hótelinu. Hægt er að velja milli fjögurra gerða af herbergjum.

· Standard eins manns herbergi kr. 6.500 nóttin.
· Standard tveggja manna herbergi kr. 8.750 nóttin.
· Superior tveggja manna herbergi kr. 11.000 nóttin.
· Junior svítur tveggja manna herbergi kr. 14.000 nóttin.

Nánari upplýsingar um gistingu og bókanir eru í síma 525-9920 milli kl. 8 og 18 alla virka daga.

Dagskráin
Verðlaunaafhending Körfuknattleikssamband Íslands þar sem bestu leikmenn
Iceland Express deildanna og 1. deildar karla verða verðlaunaðir.
Skemmtiatriði

Veislustjórar:
Simmi og Jói

Hljómsveit:
Land og synir spila fyrir dansi að borðhaldi loknu.

Hátíðarmatseðill:
Sjávarréttasúpa sælkerans
Andabringa Orange með appelsínusósu
Karamellubomba með vanillu og berjasósu

Húsið opnar 19:30 – Borðhald hefst 20:15

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -