Fjörið vantaði ekki í NBA deildina í nótt en ellefu leikir voru á boðstólunum. Chris Paul fór mikinn í sigri LA Clippers á Miami Heat í framlengdri spennuviðureign og þá höfðu meistarar Dalls betur gegn Boston Celtics þar sem Dirk Nowitzki lét fyrir sér finna á lokasprettinum.
LA Clippers 95-89 Miami Heat
Chris Paul gerði 27 stig í leiknum fyrir Clippers, hann var einnig með 11 stoðsendingar, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Næstir Paul voru þeir Blake Griffin og Caron Butler báðir með 20 stig og Griffin var auk þess með 12 fráköst. Hjá Miami Heat var LeBron James með 23 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar. Taugarnar voru þandar hjá LeBron James í lok venjulegs leiktíma en hann setti aðeins niður tvö af fjórum vítum sem hann fékk en það dugði þó til að jafna metin í 86-86 og því varð að framlengja. Mario Chalmers var eini með lífsmarki hjá Heat í framlengingunni og gerði einu stig liðsins úr þriggja stiga skoti, LeBron, Wade og Bosh komust hvorki lönd né strönd og Clippers fögnuðu því sigri.
Boston 85-90 Dallas
Jason Terry kom með 18 stig af Dallsbekknum og Dirk Nowitzki bætti við 16 stigum og 7 fráköstum. Hjá Boston var Rajon Rondo með 24 stig og 7 stoðsendingar. Þegar fimm sekúnudur voru til leiksloka braust Dirk í gegn og skoraði, fékk villu að auki og smellti niður vítinu og breytti stöðunni í 85-88 Dallas í vil. Ray Allen átti að fá boltann úr næsta Boston-innkasti en reynsluboltanum voru mislagðar hendur og missti Allen boltann útaf og Dallas kláraði 85-90.
Önnur úrslit næturinnar:
Toronto 91-98 Sacramento
Indiana 96-84 Atlanta
New York 85-79 Philadelphia
Chicago 78-64 Washington
New Orleans 85-95 Oklahoma
San Antonio 101-95 Houston
Denver 123-115 New Jersey
Utah 87-90 LA Lakers (Kobe 40 stig)
Portland 104-107 Orlando