spot_img
HomeFréttirCheerios mótið 2014

Cheerios mótið 2014

Cheerios mótið 2014 fer fram í DHL-Höllinni í Reykjavík dagana 4.-5. október næstkomandi en um er að ræða minniboltamót fyrir stelpur og stráka 10 ára og yngri.
 
 
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 30. september og er hægt að skrá lið á mótið á [email protected]
 
Hvert lið fær amk. þrjá leiki en hver leikur er 2×12 mínútur og í leikjum 7 ára og yngri verða aðeins fjórir leikmenn sem leika inni á vellinum hverju sinni. Mótsgjald er kr. 2500.
  
Fréttir
- Auglýsing -