spot_img
HomeFréttirBoston lagði Miami og Orlando skelltu Lakers

Boston lagði Miami og Orlando skelltu Lakers

 
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og það var stórslagur á austurströndinni þegar Boston Celtics tóku á móti Miami Heat. Orlando Magic fékk einnig góða gesti í heimsókn þegar Kobe og félagar í Lakers mættu til leiks.
Boston 85-82 Miami Heat
Sex leikmenn Boston gerðu 10 stig eða meira í leiknum og þar var atkvæðamestur Kevin Garnett með 19 stig og 7 fráköst. Hjá Heat var Chris Bosh með 24 stig og 10 fráköst. Rajon Rondo ,,púllaði” svo nettan Pavel á þetta í leiknum með lágreista þrennu, 11 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst.
 
Orlando 89-75 Lakers
Dwight Howard lét finna fyrir sér á heimavelli og setti 31 stig og tók 13 fráköst í liði Magic. Hjá gestunum í Lakers voru Kobe Bryant og Andrew Bynum báðir með 17 stig.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Cleveland 100-115 Washington
Detroit 100-105 Portland
Toronto 98-93 LA Clippers
Memphis 116-108 Denver
Phoenix 108-113 Sacramento
Golden State 100-94 Oklahoma
 
Mynd/ Kevin Garnett setti 19 stig á Heat í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -