spot_img
HomeFréttirBjörgvin Rúnarsson fær verkefni frá FIBA

Björgvin Rúnarsson fær verkefni frá FIBA

13:00

{mosimage}

FIBA Europe úthlutaði á dögunum Sigmundi Má Herbertssyni leik í Eurocup kvenna sem hann varð því miður að gefa hann frá sér vegna anna í vinnu hjá BYKO. Það varð þó lán fyrir annan íslenskan FIBA dómara, því í stað Sigmundar fer Björgvin Rúnarsson í leikinn.

 

Þetta er leikur 08 Stockholm HR og Pays aix Basket frá Frakklandi, en leikurinn, sem er í H riðli, fer fram í Stokkhólmi 8. nóvember. Í riðlinum leika einnig ítalska liðið Lavezzini Basket og spænska liðið Gran Canaria. 

Meðdómari Björgvins í leiknum er Kati Nynas frá Finnlandi.

 

www.kkdi.is

 

Mynd: Gunnar Freyr Steinsson

Fréttir
- Auglýsing -