spot_img
HomeFréttirBjarni: Engin leiðindi og ekkert drama

Bjarni: Engin leiðindi og ekkert drama

Bjarni Magnússon hefur látið af störfum hjá ÍR í Domino´s-deild karla. Bjarni sagði í samtali við Karfan.is að þetta væru engin leiðindi og ekkert drama.

„Þetta er allt í góðu, ég óskaði eftir þessu og eru bara persónulegar ástæður á bak við það. Engin leiðindi og ekkert drama. Ég vona bara að þeir finni góðan eftirmann og liðinu eigi eftir að vegna vel. Ég átti góðan tíma í Breiðholtinu með góðu fólki og vil ég þakka þeim kærlega fyrir að gefa mér tækifæri í efstu deild,“ sagði Bjarni sem er á leið til Ungverjalands sem hluti af þjálfarateymi kvennalandsliðs Íslands. 

„Ég er í verkefni núna með A-lið kvenna sem aðstoðarþjalfari, síðan fer ég bara í eitthvað frí og sinna fjölskyldunni aðeins betur næstu vikur.“

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -