Undir 20 ára karlalið Íslands leikur kl. 17:15 í dag gegn Finnlandi í undanúrslitum Evrópumótsins í Georgíu.
Fyrsta leik mótsins tapaði liðið gegn Eistlandi, í öðrum lögðu þeir Holland, í þeim þriðja höfðu þeir betur gegn Rúmeníu og í lokaleik riðlakeppninnar sigruðu þeir Lúxemborg örugglega.
Í átta liða úrslitunum í gær lagði Ísland Svíþjóð, en í dag kl. 17:15 mætir liðið Finnlandi í undanúrslitum. Fari svo að Ísland vinni leik sinn í dag tryggja þeir sig í úrslitaleik mótsins, sem og upp í A deild Evrópumótsins á næsta ári.
Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði
Hérna er 12 leikmanna lokahópur undir 20 ára liðs karla
Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins sýndur í beinni vefútsendingu FIBA, en hana er hægt að nálgast hér fyrir neðan.