Undir 20 ára karlalið Íslands tryggði sig rétt í þessu áfram í undanúrslit Evrópumótsins í Georgíu með sigri gegn Svíþjóð, 71-77.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Þovaldur Orri Árnason með 28 stig, 9 fráköst og 3 stolna bolta. Honum næstur var Sigurður Pétursson með 10 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta.

Í undanúrslitunum mun Ísland leika við sigurvegara viðureignar Finnlands og Búlgaríu, sem eiga leik seinna í kvöld.

Tölfræði leiks