U20 ára landslið karla hélt af stað um miðjan dag í gær til Tbilisi í Georgíu þar sem EM 2022, FIBA European Championship, fer fram en strákarnir leika í B-deild Evrópumótsins.


Ísland hefur leik í A-riðli og leikur gegn Rúmeníu, Hollandi, Lúxemborg og Eistlandi áður en leikið verður um sæti en keppni hefst á morgun föstudag í öllum riðlum. Hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum útsendingum frá mótinu í opnu streymi á heimasíðu keppninnar hér fyrir neðan.


Hérna er heimasíða keppninnar

Landslið U20 karla

Ástþór Atli Svalason · Valur

Eyþór Lár Bárðason · Tindastóll

Friðrik Anton Jónsson · Álftanes

Hilmir Hallgrímsson · Vestri

Hugi Hallgrímsson · Vestri

Ólafur Björn Gunnlaugsson · ÍR / Florida Southern, USA

Ólafur Ingi Styrmisson · Fjölnir

Óli Gunnar Gestsson · Selfoss

Orri Gunnarsson · Haukar

Sigurður Pétursson · Breiðablik

Sveinn Búi Birgisson · Valur

Þorvaldur Árnason · KR


Þjálfari: Baldur Þór Ragnarsson

Aðstoðarþjálfari: Pétur Már Sigurðsson

Sjúkraþjálfarar: Andrés Nieto Palma 

Læknir og fararstjóri: Hallgrímur Kjartansson