Undir 20 ára karlalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Eistlandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Georgíu, 83-85.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Þorvaldur Orri Árnason með 25 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Hugi Hallgrímsson með 12 stig, 7 fráköst og 2 stolna bolta.

Næsti leikur Íslands á mótinu er kl. 15:00 á morgun að íslenskum tíma gegn Hollandi.

Tölfræði leiks