Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston tók sig til og hafði sigur á Oklahoma City Thunder og Kobe Bryant hjó nærri þrennunni í sterkum sigri Lakers gegn Detroit. Nicolas Batum snögghitnaði svo með Charlotte gegn fyrrum félögum sínum í Porland í sigri þeirra fyrrnefndu.
Boston 100-85 Oklahoma
Marcus Smart gerði 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Boston en hjá Oklahoma var Russell Westbrook með 27 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.
Lakers 97-85 Detroit
Kobe Bryant var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst hjá Lakers en Andre Drummond fer ekki út á gólf fyrir minna en tvennu með 17 stig og 17 fráköst í liði Pistons. Þetta var tíunda tvennan í röð í deildinni hjá Drummond.
Charlotte 106-94 Portland
Nicolas Batum gerði 33 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Hornets. Hjá Portland var Damian Lillard með 23 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.
Svipmyndir úr leikjum næturinnar
Boston vs Oklahoma
Charlotte vs Portland
Utah vs Atlanta
Öll úrslit næturinnar
1 | 2 | 3 | 4 | T |
---|---|---|---|---|
22 | 33 | 26 | 33 | 114 |
|
|
|