spot_img

Banks í Borgarnes

Skallagrímur hefur náð samkomulagi við Darius Banks til að leika fyrir félagið á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Darius er 25 ára Bandaríkjamaður fæddur 1998, en hann spilaði með Chattanooga Mocs í háskólaboltanum og útskrifaðist hann þaðan árið 2022.

Hann spilaði fyrir Van Helder Suns í BNXT deildinni í Belgíu/Hollandi á síðasta tímabili og skilaði þar 17 stigum og 5 fráköstum að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -