spot_img
HomeFréttirBandaríkin ættu að hætta að senda atvinnumennina

Bandaríkin ættu að hætta að senda atvinnumennina

Matt Dollinger starfsmaður hjá Sports Illustrated lýsir sinni skoðun á því hvað Bandaríkjamenn ættu að gera til þess að jafna heimsmeistarakeppnina. Nefnir hann þann möguleika að hætta að senda stjörnuleikmenn úr NBA deildinni á mótið. Segir hann einstefnu og yfirburði Bandaríkjanna á HM valda því að áhugi í Bandaríkjunum fyrir Heimsmeistaramótinu sé lítill.
 
 
Dollinger reyndar sendir frá sér þennan pistil áður en hann veit að Spánn er fallið úr leik en hann segir að jafnvel þó að lið Bandaríkjanna mæti á svæðið án leikmanna eins og LeBron, Durant og Carmelo Anthony þá séu leikmenn eins og Derrick Rose og Kyrie Irving óþarfa sýning á mætti Bandaríkjanna og að eingöngu ætti að senda besta liðið á Ólympíuleikana, nú væri komið að því að sýna smá auðmýkt og jafna leikinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -