spot_img
HomeFréttirBæjarstjórinn gerði fyrstu körfuna

Bæjarstjórinn gerði fyrstu körfuna

{mosimage}

 

(Bæjarstjórinn með sveifluskot) 

 

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, vígði í dag nýjan og glæsilegan körfuboltavöll við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Völlurinn er sá fyrsti sinnar tegundar á landinu og voru þeir Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Tómas Tómasson í broddi fylkingar við uppsetningu vallarins.

 

 

Fjöldi manns lagði leið sína við Holtaskóla í dag og fylgdist með þegar bæjarstjórinn tók fyrsta skotið. Árni brenndi af opnunarskotinu en rétt eins og körfuboltaliðin í bæjarfélaginu lét Árni ekki deigan síga, tók sitt eigið frákast og lagði boltann ofan í körfuna með snyrtilegu sniðskoti.

 

Þegar Árni Sigfússon hafði lokið við opnunarksotið fengu gestir að spreyta sig á þessum glæsilega velli sem hannaður er af bandaríska fyrirtækinu Sport Court.

 

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -