Ármann heldur áfram að semja við leikmenn fyrir komandi leiktíð. Í dag tilkynnti liðið að Austin Bracey yrði áfram í herbúðum Ármanns.
Ármann mætir auðvitað með nánast nýtt lið til leiks í 1. deildinni í vetur en mikilvægir leikmenn frá síðustu leiktíð hafa yfirgefið liðið. Í staðin hafa þeir fengið þá Ingimund Orra, DeVaughn Jenkins og Laurent Zoccoletti auk þess að halda í öfluga leikmenn. Það eru því góðar fréttir væntanlega fyrir félagið að halda þessum reynslumikla leikmanni.
Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:
Þau gleðitíðindi bárust á dögunum að Austin Bracey hefði skrifað undir samning um að leika áfram með okkur á komandi leiktíð.
Austin kom fyrir síðasta tímabil og var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið á nýliðinni leiktíð. Hann var með 15,3 stig og 3 stoðsendingar á leiktíðinni og átti marga frábæra leiki.
Það þarf ekkert að tíunda um reynslu Austins en hann hefur leikið með bestu liðum landsins og verið í stórum hlutverkum. Mikilvægi hans í ungu liði Ármanns ætti því að vera nokkuð ljóst og ættu ungir leikmenn að geta lært af þessum frábæra leikmanni.
Austin hefur þjálfað hjá félagsinu síðasta árið við góðan orðstýr auk þess að starfa í hverfinu. Hann er því mjög invinklaður í Laugardalinn og þekkir vel til.