Arnar Guðjónsson landsliðsþjálfari U15 ára landsliðs Íslands fer hér að neðan aðeins ofan í saumana á rimmu KR og Grindavíkur en annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Arnar hnoðar í rándýrar línur og segir ríkjandi meistara fara 3-1 upp úr þessu einvígi.
,,Þessi viðureign er gríðarlega spennandi. Grindvíkingar eru búnir að vera stöðugasta lið vetrarins, á meðan vetur KR hefur verið ein heljarinnar rússíbanaferð. Þetta eru líklega tvö af þremur best mönnuðu liðum deildarinnar, kanarnir hjá Grindavík eru reyndar sterkari og það gæti skipt miklu máli. Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum þróaðist svo gott sem eins og síðast þegar þau mættust í deildinni. KR má ekki gera sér svona erfitt fyrir í byrjun leiks ef þeir ætla að eiga séns. Grindvíkingar eru bara of sterkir fyrir það,” sagði Arnar og telur að KR-ingar þurfi að stjórna hraða leiksins.
,,Grindvíkingar eru frábærir í “transition” leik, hinsvegar eru þeir ekki jafn góðir í 5 á 5 leik.
Að sama skapi verða Grindvíkingar að sækja hratt, KR eru bestir þegar boltinn fer inn í teig hjá þeim. Ef Grindvíkingar ná að þvinga þá í snögg skot þá ættu þeir að vera í góðum málum. Ég held að óstöðuleiki KR hafi verið of mikill í vetur til að vinna þessa seríu. Ég trúi að þeir taki einn leik, þá líklega leikinn í kvöld. Grindvíkingar hafa verið stöðugari, ég held það hjálpi mikið og því klárar Grindavík þetta 3-1.”
KR-Grindavík
Leikur 2 í kvöld kl. 19:15
DHL – Höllin