Alicante þokast upp töfluna á Spáni – Jón Axel frábær gegn Melilla

Jón Axel Guðmundsson og HLA Alicante lögðu Melilla í Leb Oro deildinni á Spáni í dag, 69-73.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 18 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Alicante eru eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks