spot_img
HomeFréttirFrank: Er tilbúinn til að gera hvað sem er til að vinna

Frank: Er tilbúinn til að gera hvað sem er til að vinna

Valur hafði betur gegn Njarðvík í oddaleik undanúrslita Subway deildar karla í gærkvöldi, 85-82. Valur fer því í úrslitin þriðja árið í röð, en þar munu þeir mæta Grindavík.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Frank Aron Booker leikmann Vals sem var eðlilega ljómandi kátur eftir frábæran sigur:

Til að byrja með…til hamingju með geggjaðan sigur!!

Takk kærlega fyrir það!

Þetta var rosalegt!

Þetta var bara eins og í bíómynd sko! Við vorum einhverjum 11 stigum undir með 4-5 mínútur eftir…svona er körfuboltinn…það tekur stundum bara eitt stopp og einhver nær að skora og þá fer þetta allt í gang! Þessir strákar sko…vá!

Einmitt! Í svona aðstæðum þá kannski hjálpar stemmningin líka, þið náðuð að taka sprett…

…já það var 16-1 eða eitthvað svoleiðis hérna í fjórða leikhluta…stemmningin var bara með því besta sem ég hef upplifað síðan ég kom til Vals…þetta var svona eins og draumaleikur sem maður sér sjálfan sig í…að sjá Kidda klikka, Kristó tippa honum út og Kiddi svo að setja bæði í framhaldinu…það var bara mikið hjarta hjá öllum og þetta gekk bara vel í endanum.

Nákvæmlega. Það er svo gaman þegar það fyllist hérna húsið…en það þarf bara talsvert af fólki til þess!

Já þetta er svolítið stór höll! En þegar hún fyllist þá heyrir maður fyrir alvöru í látunum og það er svo skemmtilegt, maður fær svo góða orku frá því og maður reynir að spila frá því.

Akkúrat. Nú hefur þú fengið svolítið meiri athygli núna í vetur og eitthvað síðasta vetur líka…sem er verðskuldað heldur betur! Gaman að fylgjast með þér á vellinum…

“…já takk kærlega!

..og kannski ekki síst varnarlega, fyrir einhverju síðan sáu menn þig kannski einkum sem skyttu en núna í kvöld varstu á tímabili að berjast við Milka og svo einhverju seinna varstu að verjast Chaz Williams! Það er svolítið í ökkla eða eyra!

Já það er smá hæðarmunur þar! Smá þyngd líka og hraðamunur og alls konar! En maður hefur bara gaman af þessu og reynir bara að gera allt sem maður getur fyrir liðið sitt til að fá sigur. Bara aðeins að djöflast og leyfa þeim að finna fyrir því. Milka er náttúrulega risastór maður og góður leikmaður líka, hann hittir úr skotum sem margir geta ekki sett. Chaz er MJÖG snöggur og kemst að körfunni og setti stór skot. Líka Dwayne…eins og þú sást þá setti hann rosaleg skot, en það er bara skemmtilegt að geta dekkað eiginlega allt, það er gott fyrir liðið mitt og ég er tilbúinn til að gera hvað sem er til að vinna.

Nákvæmlega. Að lokum…Grindavík…eigið þið einhvern séns í þá eða?

Já auðvitað! Það er engin spurning um það, þeir eru með mjög gott lið en við erum líka með mjög sterkt lið. Ég hef auðvitað séð leiki með þeim og þeir eru með góða leikmenn, nú bara byrjum við að plana fyrir það og við sjáum hvað gerist í fyrsta leik.

Einmitt. Ég get eiginlega ekki beðið…

…ekki ég heldur! Smá hvíld kannski en svo er ég tilbúinn í þetta!

Fréttir
- Auglýsing -