Þó enginn körfuboltaleikur hafi farið fram frá því 13. júní síðastliðinn í NBA deildinni, þá hefur margt og mikið gerst síðan. Við fengum íþróttafréttamanninn, stjórnanda Dominos körfuboltakvölds, Kjartan Atla Kjartansson, til þess að gera upp sumarið með okkur.
Með hliðsjón af 11 stærstu skiptum sumarsins er farið yfir hvers konar áhrif þau hafi á liðin sem stóðu að þeim. Einnig eru rædd í þaula yfirvofndi skipti Cleveland Cavaliers á Kyrie Irving til Boston Celtics fyrir þá Isaiah Thomas, Ante Zizic, Jae Crowder og Brooklyn pikkið sem þeir eiga. Þá enda þáttarstjórnendur á léttu spjalli um stórveldin Detroit Pistons og Los Angeles Lakers.
Umsjón: Davíð Eldur & Sigurður Orri
00:30 – Val á nýju þemalagið þáttarins
01:35 – Létt spjall um fyrirkomulag deildarinnar
08:05 – 11 stærstu skipti sumarsins
01:11:15 – Kyrie Irving til Boston Celtics
01:31:50 – Málefni Detroit Pistons
01:36:00 – Málefni Los Angeles Lakers