spot_img
HomeFréttirAdam Eiður og Magnús Breki með Þór í vetur

Adam Eiður og Magnús Breki með Þór í vetur

 

Leikmennirnir Magnús Breki Þórðarson og Adam Eiður Ásgeirsson hafa ákveðið að taka slaginn með Þór í Þorlákshöfn á komandi tímabili í Dominos deild karla. Magnús Breki, sem gerði tveggja ára samning við félagið, er 19 ára gamall leikmaður sem spilaði 10 leiki fyrir liðið í fyrra, en eyddi bróðurparti tímabils í 1. deildinni með Vestra.

 

Adam Eiður er einnig 19 ára gamall, uppalinn í Njarðvík, en hann þurfti að hverfa frá fyrri áformum sínum um að leika með Hetti á Egilstöðum á komandi tímabili vegna persónulegra ástæðna. Leikmaðurinn lék 19 leiki fyrir Njarðvík í fyrra.

 

Báðir voru leikmennirnir hluti af undir 18 ára liði Íslands sem varð Norðurlandameistari á síðasta ári í Finnlandi

 

 

Fréttir
- Auglýsing -