spot_img
HomeFréttir74 árgangurinn hjá ÍR vann Árgangamót félagsins

74 árgangurinn hjá ÍR vann Árgangamót félagsins

 
Árgangamót ÍR fór fram sl laugardag í Hellinum, íþróttahúsi ÍR-inga. Þetta var í fyrsta sinn sem þetta mót var haldið. Miðað við fjölda þeirra sem tók þátt er nokkuð ljóst að mótið verður hér með gert að árlegum viðburði. Gleðin skein úr andlitum "gömlu" leikmanna ÍR og var greinilegt að allir höfðu gaman af að hittast, endurnýja gömul kynni og spila skemmtilegasta leikinn, körfubolta.
Til gamans má nefna að það voru miklir snillingar sem mættu og spiluðu með sínum gömlu
félögum eins og: Björns Steffensen , Jón Arnar Guðmundssonar, Jóhannes Karls Sveinssonar, Björns Leóssonar, Herberts Svavars Arnarsonar, Gunnars Sverrissonar, Pétur Hólmsteinssonar, Márusar Arnarsonar, Björns Bollasonar, Jóns Valgeirs Williams, Eggert Maríusonar, Aðalsteins Hrafnkellsonar, Gísla Hallssonar, Halldórs kristmannssonar, Erlings Erlingssonar, Steinars Arasonar, Aðalsteins Pálssonar, Kristins G. Pálssonar ofl.
 
Um kvöldið var haldið glæsilegt lokahóf þar sem sigurverar dagsins fengu verðlaun. Drengir fæddir 1974 unnu þá sem fæddust á því herrans ári 1977. Leikmaður mótsins var valinn Eiríkur Önundarson en hann stýrði 1974 strákunum til sigurs sem hinn yfirvegaði leikstjórnandi.
 
Þriggja stiga skotkeppni var haldin og er skemmst frá því að segja að það var þjálfari ÍR sem sigraði, Gunnar Sverrisson.
 
Mynd/ Glæsilegur hópur leikmanna
Fréttir
- Auglýsing -