Það fer heldur betur að styttast í stóru stundina. Í dag eru einungis 3 dagar í að Ísland hefji leik á lokamóti Eurobasket 2017 og það í annað skiptið í röð.
Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.
Karfan.is mun hita vel upp fram að móti og telja niður dagana til að stytta biðina. Í dag eru einungis þrír dagar í mótið og þá kannski alveg við hæfi að bendsa fólki á þau myllumerki sem við ætlum að nota á mótinu.
Það fyrsta er #IceEm17, en því svipar til þess er notað var fyrir tveimur árum í Berlín. Það merki er hugsað fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins og því sem að þeir vilja deila sín á milli:
Fyrir keppnina í heild er #EuroBasket2017 notað. Það mun gervöll álfan notast við á meðan að mótið stendur:
Að lokum hið klassíska #korfubolti, sem er og hefur verið notað af íslenskumælandi áhangendum íþróttarinnar í áraraðir:
Skemmtilegt getur oft verið að fylgjast með umræðunni sem skapast í kringum leiki og annað sem tengist íþróttinni. Bæði á Facebook, sem og á Twitter, en við hvetjum alla sem munu fylgjast með leikjunum úti í Helsinki til þess að vera með okkur og taka þátt í umræðinni á þessu lokamóti.